Hreyfing · Næring · Svefn
Loksins allt á einum stað! Umbreyttu heilsunni þinni með REFORM aðferðinni
Hvað er REFORM?
Heildræn nálgun fyrir einstaklinga sem vilja hámarka heilsu og vellíðan.
Okkar markmið
REFORM er ekki enn eitt átakið heldur samfélag sem færir þér verkfæri sem hámarka þína heilsu. Við hjálpum þér að búa til góðar rótgrónar venjur sem efla þína heilsu og vellíðan og nýtast þér út lífið. Aðferðin leggur grunninn að þremur af meginstoðum heilsu: Hreyfing, næring og svefn.
Okkar nálgun
Varanlegar breytingar gerast ekki á örfáum vikum. REFORM aðferðin er 90 daga ferðalag þar sem þú tekur raunhæf skref til að byggja upp varanlegar venjur og ná þínum markmiðum. Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup. Aðferðin okkar byggist á traustum grunni vísinda og margra ára reynslu.
Er REFORM fyrir þig?
REFORM er fyrir einstaklinga sem eru komnir með nóg af því að leita lausna og eru tilbúnir að leggja inn vinnuna til þess að tryggja heilbrigðari og betri framtíð. Hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref í hreyfingu eða að leita að nýrri leið til að bæta heilsuna.
Hvernig virkar 90 daga REFORM aðferðin?
Við fylgjum einföldu fjögurra skrefa ferli til að tryggja þinn árangur.
RESET Vikur 1-3
Núllstilling. Þú leggur grunninn að því að skapa nýjar venjur í hreyfingu og kynnist því hvað það er skemmtilegt að hreyfa sig!
REBUILD Vikur 4-8
Þú byggir ofan á grunninn með aukinni þekkingu og betri svefngæðum. Svefninn er mikilvægasta grunnstoð lífsins og hefur margvísleg áhrif á daglegar venjur.
REINFORCE Vikur 9-13
Þú tekur heilsuna þína á næsta stig með næringu þar sem við einföldum hvernig þú lítur á hvernig best sé að borða fyrir þig.
NÝTT UPPHAF
Í þessu skrefi hefur þú byggt upp sterkan grunn sem fylgir þér áfram. Árangurinn birtist í meiri orku, betri svefni og sterkari líkama og hugarfari. Framhaldið er í REFORM Lifestyle þar sem venjur skila enn meiri árangri.
Prógröm
90 daga REFORM aðferðin
90 daga REFORM aðferðin hefur hjálpað einstaklingum að ná stórum heilsufarslegum markmiðum til lengri tíma. Hægt er velja hefðbundna eða persónulega nálgun eftir því hvað hentar þér.
Hefðbundin nálgun
Heimaprógram
Ræktarprógram
Fræðslumolar
Hvatning
Skipulagðar göngur
o.fl.
Persónuleg nálgun
Heimaprógram
Ræktarprógram
Fræðslumolar
Hvatning
Skipulagðar göngur
o.fl.
| 90 daga REFORM aðferðin | Hefðbundin nálgun | Persónuleg nálgun |
|---|---|---|
|
Æfingaáætlun í appi Heimaprógram Ræktarprógram |
||
| Æfingateygjur fyrir heimaprógram (heimsent) | ||
| Ítarlegar útskýringar og myndbönd af öllum æfingunum í appinu | ||
| Hreyfing - Næring - Svefn rafrænt námskeið | ||
|
REFORM samfélagið á Facebook Fræðslumolar Hvatning Skipulagðar göngur o.fl. |
||
| Aðgangur að þjálfurum | ||
| Æfingaáætlun eftir þínum þörfum og markmiðum | - | |
| Sérsniðin næringarþjálfun | - | |
| Vikuleg eftirfylgni með þjálfara | - | |
| Verð per mánuð | 29.990 | 84.990 |
Við tökum aðeins inn 15 manns á hverju tímabili*
REFORM lifestyle
Eftir 90 daga REFORM aðferðina getur þú haldið áfram í REFORM lifestyle
REFORM lifestyle
Fræðslumolar
Hvatning
Skipulagðar göngur
o.fl.
Í hverri viku koma nýjar:
Verð per mánuð 13.990
Um okkur
REFORM byggir á sameinuðum grunni þekkingar, reynslu og krafta okkar tveggja.
Kolfinna
Doktorsnemi í sálfræði og þjálfari
Ég lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2018 og M.Sc. prófi í taugasálfræði frá Maastricht University 2019. Ég hóf doktorsnám í sálfræði í Háskólanum í Reykjavík 2020. Þar er ég að rannsaka vitsmunagetu hjá einstaklingum með kæfisvefn, með áherslu á ný greiningarskilmerki kæfisvefns.
Samhliða áhuga mínum á taugasálfræði og svefni hef ég alltaf haft brennandi áhuga á hreyfingu. Ég hef stundað allskyns íþróttir, frá fimleikum yfir í dans, kraftlyftingar, yoga, muay-thai, cross-fit og functional fitness sem ég stunda í dag. Ég hóf þjálfunarferilinn minn árið 2019 og hef verið að þjálfa fjölbreytta hópa síðan, þar á meðal nýbakaðar mæður og fólk 60+.
Með minni heildrænu nálgun hef ég stutt fjölda einstaklinga í að ná markmiðum sínum að móta heilbrigðan lífsstíl sem hæfir þeirra þörfum og aðstæðum.
Kristinn Jens
Heilsuþjálfari og Íþróttakennari
Ég er með B.Sc. í íþróttafræði og M.Ed. í heilsuþjálfun og kennslu. Í náminu fékk ég sérstakan áhuga á lífeðlisfræði, lýðheilsu og þjálffræði – hvernig líkaminn bregst við mismunandi þjálfun og hvernig hægt er að hámarka árangur með markvissum æfingaáætlunum og lífstílsbreytingum.
Ég hef brennandi áhuga á heilsu og því hvernig hreyfing, næring og svefn vinna saman til að skapa sterkan grunn fyrir jafnvægi og vellíðan. Ég hef þjálfað fjölbreyttan hóp einstaklinga með það að markmiði að efla styrk, heilbrigði og hreyfigæði á skilvirkan og öruggan hátt.
Mín nálgun byggir á vísindalegri þekkingu, reynslu og stöðugri leit að nýrri og betri aðferðum í tengslum við heilbrigt líferni. Ég legg áherslu á gæði og tækni umfram magn og trúi að heilbrigði sé best byggt upp með einföldum en árangursríkum skrefum.
Það sem REFORM meðlimir segja
Algengar spurningar
Fyrir hvaða aldur hentar REFORM?
REFORM hentar fólki á öllum aldri.
Þarf ég að mæta eitthvert?
Þú getur æft heima eða mætt í líkamsræktarstöð eftir því hvað hentar þér. Öll fræðsla fer einnig fram á netinu.
Get ég sagt upp áskrift?
Þú getur sagt upp áskrift með mánaða fyrirvara í 90 daga REFORM aðferðinni og tveggja mánaða fyrirvara í REFORM lifestyle.
Þarf ég að vera með bakgrunn í íþróttum eða annarri hreyfingu?
REFORM aðferðin hentar bæði byrjendum og lengra komnum.